Að móta leiðtoga til framtíðar

Frábær leiðtogi leitar ævinlega nýrra leiða til að sameina og virkja aðra og skapa þannig starfsmannahóp sem getur mætt hverri áskorun.

Spennandi leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur fyrirtækja

Sterkir leiðtogar sem skera sig úr, skara fram úr og setja mark sitt á viðskiptaheiminn eiga allir eitt sameiginlegt: Þeir hvetja aðra til árangurs. Slíkir leiðtogar eru límið sem heldur fyrirtækinu saman. Það er því hverju fyrirtæki mikilvægt að hafa sterka leiðtoga sem geta sett markmið, verið öðrum innblástur og leitt fyrirtækið til góðrar og sjálfbærrar afkomu.


Leiðtogaþjálfun hefst hér

Námseiningar okkar fyrir leiðtogaþjálfun taka fyrir margs konar viðfangsefni – þar á meðal stjórnun öflugra teyma og gott siðferði leiðtoga – sem ekki aðeins efla sjálfstraust og færni leiðtoga, heldur gera þá einnig færa um að byggja upp menningu á vinnustað sem einkennist af metnaði og virkni starfsmanna sem hafa trú á eigin færni og vilja leggja sitt af mörkum.

Námskeið okkar í leiðtogaþjálfun hjálpa þér að:

Ávinna þér skuldbindingu og trúnaðartraust starfsmanna

Bæta samskipti og samvinnu

Skapa starfsumhverfi þar sem hæfileikaríkir einstaklingar kjósa að starfa

Ná rekstrarlegum markmiðum

Vera í fararbroddi

Á leiðtoganámskeiðum Dale Carnegie eru kenndar nýjar aðferðir til að ná fram skuldbindingu starfsmanna við rekstrarleg markmið gegnum vinnustaðafræðslu. Þessi námskeið hafa skilað mörgum af atkvæðamestu stjórnendum fyrirtækja miklum árangri. Fáðu nánari upplýsingar um námseiningar okkar í leiðtogaþjálfun með því að fletta gegnum lista okkar yfir námsefni fyrir leiðtoga.
Kynntu þér leiðtogaþjálfun
“Dale Carnegie Training was the catalyst that got us through some challenging times and allowed our leadership team to focus on common goals that were better understood by nearly everyone. Dale Carnegie Training changed the look and feel of our organization.”
Edward M. D’Alba, PE
President, Urban Engineering, Inc.

Skráðu þig í leiðtogaþjálfun strax í dag

Skoða námskeið fyrir leiðtoga

Leitaðu aðstoðar

Þú getur hvenær sem er leitað til okkar ef vilt spyrja einhvers eða vita meira um hvernig þú getur þróað þína hæfileika til árangurs í lífi og starfi.

Logo

The information you provide will be used in accordance with the terms of our privacy policy.

Takk fyrir! Ráðgjafi mun hafa samband við þig fljótlega.